Eldey Gisting Apartments

Eldey gisting er glæný íbúðagisting sem opnaði sumarið 2018. Hún býður uppá kosti þess að vera í nálægð við helstu náttúruperlur Vestmannaeyja. Hver vill ekki vakna við fuglasöng. Golfvöllurinn er í þriggja mínútna göngufjarlægð. Nálægðin við íþróttahúsin, íþróttavellina og óspillta náttúruna eru helstu kostir þess að gista í Eldey gistingu.

Eldey gisting er með tvennskonar mismunandi gistiform. Rúmgóð tveggja manna herbergi með sér baðherbergi og deluxe fjögurra manna íbúðir. Þá er þvottahús aðgengilegt fyrir gesti. Um er að ræða frábæran kost fyrir fjölskyldur og einstaklinga/pör.

Íbúðir

Tveggja manna herbergi

Mjög rúmgott herbergi, með ísskáp, flatskjá, sér baðherbergi með sturtu og litlu eldhúshorni. Vaskur, örbylgjuofn og aðstaða til að þvo upp er í þvottahúsi, ásamt þvottavélum og þurrkara.

Deluxe fjögurra manna herbergi

Mikið rými þar sem þessar íbúðir eru bæði með sér svefnherbergi og sér baðherbergi, ásamt eldhúsi og lítilli stofu. Frábær kostur fyrir fjölskyldur. Örbylgjuofn og þvottavélar og þurrkarar eru í þvottahúsi til afnota fyrir gesti.

Hafðu samband

Heimilisfang

Goðahraun 1, 900 Vestmannaeyjar, Ísland

Símanúmer

+354 419 2807

Netfang

eldeygisting@eldeygisting.is

Umsagnir