Eldey gisting er glæný íbúðagisting sem opnaði sumarið 2018. Hún býður uppá kosti þess að vera í nálægð við helstu náttúruperlur Vestmannaeyja. Hver vill ekki vakna við fuglasöng. Golfvöllurinn er í þriggja mínútna göngufjarlægð. Nálægðin við íþróttahúsin, íþróttavellina og óspilla náttúruna eru helstu kostir þess að gista í Eldey gistingu.

Eldey gisting er með tvennskonar mismunandi gistiform. Rúmgóð tveggja manna herbergi með sér baðherbergi og deluxe fjögurra manna íbúðir. Þá er þvottahús aðgengilegt fyrir gesti. Um er að ræða frábæran kost fyrir fjölskyldur og einstaklinga/pör.

Öll herbergin eru með sjónvarpi og ókeypis neti (Wi-fii) og nútímalegum innritunarháttum. Gestir geta komið og farið að vild.

Miklir möguleikar eru á ýmiskonar afþreyingu í kringum Eldey. Gönguferðum, siglingum, náttúruskoðun, íþróttaiðkun og fuglaskoðun.

Eldey gisting fékk viðurkenningu frá Booking.com fyrir árið 2018 sem framúrskarandi gistiaðstaða með meðaleinkunnina 9 í gestaumsögn frá gestum er hafa gist í Eldey.

Landeyjarhöfn er opin yfir sumartímann og tekur einungis 30 mínútur að sigla yfir til Vestmannaeyja. Frábært útsýni er á leiðinni. Fjöldi ferðamanna hefur aukist umtalsvert síðan höfnin var opnuð.

Ferjan Herjólfur siglir sex sinnum á dag til og frá Vestmannaeyjum yfir sumartímann og fimm sinnum á dag yfir vetrartímann.

Eldey gisting er heimilislegur, frábær og nútímalegur kostur fyrir fjölskyldufólk og pör sem gera kröfur um fyrsta flokks gistiaðstöðu.
Vaskur, örbylgjuofn og aðstaða til að þvo upp er í þvottahúsi, ásamt þvottavélum og þurrkara.

Veislu- og fundarsalur er í sama húsnæði til leigu fyrir hópa og fyrirtæki og frábær kostur fyrir stórar fjölskyldur. Þar er allt til alls.